Veðurstofa Íslands sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu. Hún er aðallega ætluð íbúum Voga á Vatnsleysuströnd:
Gasspáin sýnir mökkinn fara yfir Voga á Vatnsleysuströnd í kvöld og þar mælist nú mengun: https://www.vedur.is/eldfjoll/eldgos-a-reykjanesi/gasmengun/
Spáð er að vindinn lægi um miðnætti og verður breytilega átt í fyrramálið, ný gasspá er væntaleg um kl. 22:30.
Íbúar eru hvattir til að loka gluggum og kynda húsin sín. Sjá mæld gildi og frekari leiðbeiningar á vef Umhverfisstofnunar www.loftgaedi.is