Hvers vegna erum við öll almannavarnir?

Ráðstefna Almannavarna verður haldin verður á Hilton Reykjavik Nordica þriðjudaginn 17. október kl. 13:00-16:30. Þar verður leitast við að svara spurningunni hvers vegna erum við öll almannavarnir? Ráðstefnunni verður streymt á ruv.is.

Almannavarnir voru stofnaðar árið 1963 og eru því 60 ára á þessu ári. Í upphafi var hlutverk Almannavarna að skipuleggja og framkvæma ráðstafanir sem miðuðu að því að koma í veg fyrir að almenningur yrði fyrir líkams- eða eignatjóni af völdum hernaðaraðgerða og veita líkn og aðstoð vegna tjóns sem hefði orðið. Með breyttu samfélagi hefur hlutverk Almannavarna breyst, en þó ekki því hlutverkið er fyrst og fremst að verja líf og heilsu almennings á Íslandi. 

Ráðstefnan er fyrir öll sem hafa áhuga á almannavörnum og þau sem starfa hjá ráðuneytum, stofnunum, sveitarfélögum og mikilvægum innviðum.

Skráning á ráðstefnuna er hér.

Aðgangur er ókeypis en skráning nauðsynleg. Allar frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Hjördísi Guðmundsdóttur, samskiptastjóra Almannavarna (hg01@almannavarnir.is).

Við hlökkum til að sjá ykkur þriðjudaginn 17.október nk.

Dagskrá:

13:00 – 13:10 // Opnun ráðstefnunnar, Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra  

13:10 – 13:35 // Hvers vegna erum við öll almannavarnir? 
Hver eru þessi “öll” og hvernig hefur almannavarnarkerfið breyst á 60 árum?
Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna   

13:35 – 14:05 // Skriða kom og hvað svo. Áhrif stóráfalla á meðalstóra stjórnsýslu!
Langtímaviðbrögð og enduruppbygging samfélags eru ekki síður mikilvæg en fyrsta viðbragð.    Mikilvægt er að hefja sem fyrst enduruppbyggingu eftir áfall með endurreisn innviða, félagsþjónustu og efnahags. Sveitafélög þurfa ekki að lenda í áfallinu til að læra af þeim. Júlía Sæmundsdóttir mun fjalla um allar þær áskoranir sem tóku við hjá Múlaþingi eftir að aurskriðurnar féllu í desmeber 2020.                      
Júlía Sæmundsdóttir, félagsmálastjóri Múlaþings 

14:05 – 14:15 // Hvað eru mikilvægir innviðir og hvað eru ómissandi innviðir?
Mikilvægir innviðir eru þau kerfi og mannvirki sem eru nauðsynleg til að halda mikilvægum verkefnum í samfélaginu gangandi. Þau einkennast af því að ef bilun eða brestir koma upp, gæti það fljótt leitt til tjóns eða missis á starfsemi og því er sérstaklega mikilvægt að forðast truflanir.
Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna

14:15 – 14:35 // Vöktun, viðvaranir og upplýsingagjöf vegna náttúruvár.
Náttúran á Ísland er kvik og víða leynast hættur. Sumir atburðir eiga sér langan aðdraganda á meðan aðrir dynja yfir með nánast engum fyrirvara. Hvernig er fylgst með breytingum í náttúrunni, hvað fer fram á fundum vísindaráðs og hvaðan fá viðbragðsaðilar og stjórnvöld áreiðanlegar upplýsingar þegar taka þarf mikilvægar ákvarðanir?
Björn Oddsson, fagstjóri áhættustýringa og rannsókna hjá Almannavörnum 

14:35 – 15:05 Kaffihlé  

15:05 – 15:25 //  Við erum öll stafrænar almannavarnir  
Er hægt að lama Ísland með netárásum og öryggisveikleikum og hvernig getum við virkjað almenning til þess að vinna saman að því að auka öryggi okkar stafræna samfélags.
Theódór R. Gíslason, Stofnandi og tæknistjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis             

15:25 – 15:45 // Fjölmiðlar í almannavarnarástandi
Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki að koma upplýsingum til almennings í almannavarnarástandi. En hvað ef rafmagnið fer eða stór netárás er gerð á innviði Íslands, hvernig fara mikilvæg skilaboð til þjóðarinnar í almannavarnarástandi. Hvað er planið hjá fjölmiðli sem er hluti af almannavarnarkerfinu?
Bragi Reynisson – Forstöðumaður Tækni hjá RÚV

15:45 – 16:00 // Flóttamaður í eigin landi
Kristín Jóhannsdóttir er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum. Kristín var ný orðin 13 ára og man því nokkuð vel eftir augnablikinu þegar byrjaði að gjósa.
Kristín Jóhannsdóttir, safnstjóri Eldheima í Vestmannaeyjum  

16.00 – 16:15 // Samantekt á ráðstefnu og ráðstefnulok
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, Ríkislögreglustjóri