Hraun hefur náð Grindavíkurvegi

Mikið hraunflæði hefur verið sunnan Stóra-Skógfells og hefur hraun nú náð Grindavíkurvegi.

Nokkrir áhugaverðir punktar frá Veðurstofu Íslands:

  • Kl: 14:05 gossprungan er nú um 3,4 km að lengd
  • Sprungan hefur lengst til suðurs og er komin um 300-400 metra norðan við mars-apríl gíginn.
  • Útstreymishraði hrauns er gróflega áætlaður 1.000 m3/s

Þegar klukkan var rúmlega tvö var gosmökkurinn um 3,4 km. Fyrsta sprungan hefur lengst til suðurs og er komin um 300-400 metra norðan við gíginn sem myndaðist í gosinu sem hófst 16. mars. Útstreymishraði hraunsins er gróðflega áætlaður um 1.000 m3/s.