Á morgun 30. apríl standa almannavarnir á Norðurlandi eystra fyrir æfingu en þar verða æfð viðbrögð og samvinna viðbragðsaðila við hópslysi. Að þessu sinni er verið að æfa viðbrögð við hópslysi í Eyjafirði og taka viðbragðsaðilar á svæðinu þátt í æfingunni. Hópslys er sviðsett við Eyfirðingabraut eystri við Þverá og má búast við mikilli umferð viðbragðsaðila á svæðinu. Æfingin stendur yfir frá klukkan 11:00 fyrir hádegi fram til klukkan 14:00
Í þessari viku hefur staðið yfir fræðsla vegna æfingarinnar með aðkomu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og fleiri viðbragðsaðila. Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð mun aðstoða vettvang í æfingunni.

Myndin er frá hópslysaæfingu 21. apríl s.l. á Suðurlandi