Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórana á Norðurlandi eystri, Norðurlandi vestra og Suðurlandi aflýsir hættustigi Almannavarna vegna veðurs sem gekk yfir á þessum svæðum síðasta sólarhringinn. Hættustig Almannavarna er enn virkt á Austurlandi og verður þar til þar til rauð viðvörun Veðurstofunnar fellur úr gildi.
Fólk er hvatt til að fylgjast með á vef Veðurstofunnar www.vedur.is. Auk þess er hægt að fylgjast með færð á vegum á www.umferdin.is.