Hættustigi á Seyðisfirði og í Neskaupstað aflýst. Einnig óvissustigi á Austurlandi, vegna snjóflóðahættu.

Veðurstofa Íslands aflýsti í dag hættustigi vegna snjóflóðahættu á Seyðisfirði og í Neskaupstað. Einnig var óvissustigi aflýst vegna snjóflóðahættu á Austurlandi. Rýmingu á báðum stöðum hefur einnig verið aflétt.

Nánar á vef Veðurstofu Íslands, á vef Múlaþings og vef Fjarðarbyggðar.