English below
Ríkislögreglustjóri, í samráði við Lögreglustjórann á Suðurnesjum, hafa ákveðið að breyta almannavarnarstigi vegna jarðhræringa við Grindavík, af neyðarstigi niður á hættustig frá og með klukkan 11 á morgun, fimmtudaginn 23. nóvember.
Það var ákveðið í kjölfar á nýju stöðumati Veðurstofu Íslands, þar sem fram kemur meðal annars að út frá gögnum sem stuðst er við í hættumati Veðurstofunnar og að teknu tilliti til þróunar síðan 10. nóvember sl, hafa líkur á skyndilegri gosopnun innan bæjarmarka Grindavíkur farið minnkandi með hverjum degi og eru í dag taldar litlar. Land rís ennþá í Svartengi og kvika þar gæti flætt á ný undir í kvikuganginn undir Grindavík. Veðurstofan segir fyrirboða um slíka atburðarrás yrði hægt að greina á skjálfta- og GPS mælum.
Áfram eru taldar líkur á eldgosi á svæðinu yfir kvikuganginum, líklegasta milli Hagafells og Sýlingarfells.
Almannavarnir árétta að svæðið er enn vel vaktað, og hætta er til staðar. Íbúum verður ekki fylgt inn á svæðið en björgunarsveitir verða í viðbragðsstöðu víða um bæinn.
Með hliðsjón af þessu hefur verið tekin ákvörðun um rýmri heimildir íbúa Grindavíkur til að huga að eigum sínum.
Almannavarnir vilja ítreka að öðrum er óheimil för inn í bæinn. Þetta eru rýmri heimildir til íbúa Grindavíkur, ekki almennings.
Rýmri aðgangur þýðir að:
- Íbúum verður frá og með fimmtudeginum 23. nóvember heimilt að fara inn í Grindavík til að sækja verðmæti og huga að eigum sínum.
- Á morgun 23. nóvember mun aðgangur vera frá kl. 11:00 til og kl. 16.00, þá verður bærinn rýmdur.
- Metið verður daglega hvort svigrúm verður til opnunar á ný, og þá stefnt að hafa opið frá 9:00-16:00.
Komi til rýmingar vegna hættuástands munu viðbragðsaðilar þeyta sírenum og ljósmerkjum á ökutækjum og þýðir það tafarlaus rýming á svæðinu samkvæmt rýmingaráætlun.
Rýmingarleiðir út bænum eru eftir Suðurstrandavegi eða Nesvegi.
Tilhögun er með eftirfarandi hætti:
- Íbúar í Grindavík beðnir um að skrá sig á www.island.is og fá þar heimild til þess að fara inn. Heimildin mun berast fljótt.
- Þeir íbúar sem nú þegar hafa fengið staðfesta skráningu á beiðni til að fara inn í húseign þurfa ekki að sækja um aftur.
- Grindavík er lokuð fyrir öllum öðrum en íbúum bæjarins og þeim sem aðstoða íbúa.
- Grindavíkurvegur er lokaður, en hægt er að aka Nesveg og Suðurstrandarveg.
- Mælst er til þess að fólk komi á eigin bílum, hámark 1 bíll á hvert heimili. Ekki er æskilegt að börn séu tekin með sökum aðstæðna á staðnum.
- Gámabílar, gámar eða gámaflutningatæki, stórir sendibílar, kassabílar og kerrur eru ekki leyfð í íbúðahverfum vegna hættu á því að þau tefji eða hindri aðra umferð, með tilliti til öryggi fólks á svæðinu.
- Hvorki er virkt frárennsli né rennandi vatn þannig að ekki hægt að nota salerni í húsum í Grindavík. Stefnt er að koma upp salernum í bænum.
- Mælt er með að fólk komi með vatn og önnur matföng fyrir daginn því ekki er hægt að nálgast slíkt í bænum.
- Hafa ber í huga að hús gætu verið ótrygg. Hægt er að hafa samband við viðbragðsaðila á staðnum.
- Ekki er svigrúm til að íbúar flytji búslóðir sínar í burtu heldur að þeir geti tekið með sér helstu verðmæti og fatnað. Huga þarf að forgangsröðun þeirra hluta sem komast í bílinn sem notaður er.
- Þeim íbúum í skemmdum húsum sem þegar hafa fengið leyfi er heimilt að flytja búslóðir sínar burt.
- Mikilvægt er að hvert og eitt heimili skrái hjá sér þau verðmæti sem tekin eru úr húsunum og hafi samband við sitt tryggingafélags vegna þess.
- Eigendur húsa eru hvattir til þess að koma kyndingu í lag en von er á kólnandi veðri á næstunni.
- Iðnaðarmenn og íbúar verða að störfum í húsum þar sem hitaveita er ekki í lagi.
- Íbúar eru hvattir til þess að ganga um og frá húsum sínum með þeim hætti að komið geti til rýminga með stuttum fyrirvara.
- Mikilvægt er að þau sem fara til Grindavíkur fylgi tilmælum viðbragðsaðila á öllum stundum.
- Athygli er vakin á að á sama tíma og íbúar fá aðgang er unnið að öðrum verkefnum í bænum.
- Fjölmiðlum er heimilaður aðgangur.
Risk levels due to earthquakes at Grindavík
The State Commissioner of Police, in consultation with the Police Commissioner in Suðurnes, have decided to change the risk level related to earthquakes at Grindavík, from emergency level down to danger level from 11 a.m. tomorrow, Thursday, November 23.
This was determined following a new situation assessment by the Icelandic Meteorological Office, which states, i.a., that based on the data used in the Meteorological Office’s risk assessment and taking into account developments since November 10, the probability of a sudden eruption within the town limits of Grindavík has steadily decreased daily and are currently considered small. Land is still rising in Svartsengi and the magma underneath could reflow into the magma tunnel under Grindavík. The Norwegian Meteorological Agency states that signs for such a sequence of events should be detectable on seismic and GPS sensors.
The possibility of a volcanic eruption in the area above the magma tunnel, most likely between Hagafell and Sýlingarfell still remains.
Civil Protection and Emergency Management (CPEM) notes that the area is still well patrolled, and the area remains dangerous. Residents will not be escorted into the area, but rescue teams will be on standby throughout the town.
In light of this, the decision has been made to allow the residents of Grindavík to take care of their belongings.
The Civil Defense would like to reiterate that no one else is permitted to enter the town. These are more permissive measures for the residents of Grindavík, not the general public.
Wider access means that:
Residents will be allowed to enter Grindavík in the next few days to collect valuables and look after their belongings. As long as there are no changes for the worse, Grindavíkurbær will be open to residents from 9 a.m. to 4 p.m. Then the town will be emptied. On Thursday, November 23, the town will not open until 11:00 a.m. when the danger level takes effect.
It is still required for the residents of Grindavík to register on island.is and receive authorization to enter. It will be granted without delay.
Grindavík is closed to unauthorized traffic.
Access to the media is permitted.
There is no effective drainage or running water, so it is not possible to use a toilet in any house.
Residents are not expected to go into the houses to move their property away, but people can take their main valuables and clothing with them.
It is recommended that people areive in their own cars, a maximum of 1 car per household. It is not recommended that children be brought along.
Container trucks, containers or container transporters, large vans and box trucks are not permitted in residential areas due to the risk of them delaying or obstructing other traffic.
It is recommended that people bring water and other food items for the day, as none are available in the town.
It is important that each household keep a record of the valuables taken from the houses and notify their insurance company.
Keep in mind that houses could be unsafe.
House owners are given room to get the heating in order, but cooler weather is expected in the near future.
Grindavíkurvegur is closed, but you can drive on Nesvegur and Suðurstrandarvegur
In the event of an evacuation due to a dangerous situation, responders will sound sirens and light signals on vehicles, and this means an immediate evacuation of the area according to the evacuation plan along escape routes A and B.
It is important that everyone who goes to Grindavík follows the recommendations of emergency personnel at all times.
Attention is drawn to the fact that at the same time residents are getting access, other operations are underway in the town.
Businesses and residents are working in houses where the heating supply is not working.
Residents of damaged houses have been given permission to move their household belongings from those houses.