Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi lýsa yfir hættustigi Almannavarna vegna veðurs, á morgun sunnudaginn 25. september.
Fyrr í dag var óvissustigi lýst yfir á svæðinu en hefur nú verið breytt í hættustig.
Fólk sem hugar að ferðalögum á þessum landshlutum er hvatt til þess að fylgjast vel með veðurspám á www.vedur.is og upplýsingar um ástand á vegum á www.vegagerdin.is„