Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hafa ákveðið að færa almannavarnastig af óvissustigi upp á hættustig vegna kvikusöfnunar undir Svartsengi.
Veðurstofa Íslands metur sem svo að líkur séu á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á næstu tveimur til þremur vikum. Sé horft til síðustu vikna hefur landris hefur verið nokkuð stöðugt og hefur Veðurstofa Íslands uppfært hættumatskort í ljósi þess, sjá frétt https://vedur.is/um-vi/frettir/jardhraeringar-grindavik
Í dag hélt Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra samráðsfund með viðbragðsaðilum og öðrum hagaðilum er hafa komið að viðbúnaði og aðgerðum Almannavarna tengt jarðhræringum á Reykjanesskaganum.
Vel er fylgst með gangi mála og þróun jarðhræringanna.