Laugardaginn 12 mai n.k verður haldin flugslysaæfing við Húsavíkurflugvöll þar sem æfð verða viðbrögð við flugslysi á /eða við flugvöllinn.
Þegar slíkar æfingar eru haldnar er verið að láta reyna á samvinnu allra viðbragðsaðila á svæðinu: lögreglu, slökkviliðs,björgunarsveita, Rauða krossins og heilbrigðisstarfsmanna.
Við undirbúning æfingarinnar er lögð áhersla á að sem flestir geti nýtt sér þá fræðslu sem í boði er, en að mestu er um að ræða skrifborðsæfingar. T.d skipulag á slysavettvangi, umönnun og bráðaflokkun slasaðra, aðkomu að flugslysi , slökkvistörf og björgun. Fræðsla er í höndum ráðgjafa frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Isavia, Landsbjörg og slökkviliði.