Um klukkan 19:30 barst tilkynning um eld um borð í flugvél á leið til Keflavíkurflugvallar. Flugslysaáætlun Keflavíkurflugvallar var virkjuð á neyðarstigi sem kallar á virkjun allra viðbragðsaðila á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu. Aðgerðastjórn á Suðurnesjum og Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð voru virkjaðar. Um borð í flugvélinni voru 147 manns og eldur var laus á salerni vélarinnar. Flugvélin lenti klukkan 19:50 á Keflavíkurflugvelli, engin slys urðu á fólki. Rauði krossinn mun vera til staðar á flugvellinum og bjóða farþegum upp á áfallahjálp.