Fjöldahjálparstöðvar á Seyðisfirði og í Neskaupstað / Rýmingar / Ástand vega

Fjöldahjálparstöðvar
Fyrr í dag opnaði Rauði Krossinn fjöldahjálparstöðvar bæði í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Vel hefur gengið að koma íbúum fyrir og flestir gátu gist hjá vinum og ættingjum. Rúmlega 100 íbúar skráðu sig í fjöldahjálpastöðina í Neskaupsstað og um tíu á Seyðisfirði. Fjöldahjálparstöð á Seyðisfirði er í Herðubreið og í Egilsbúð í Neskaupsstað.

Íbúar í Neskaupstað og á Seyðisfirði sem upplifa óþægindi vegna rýminga eru hvattir til að koma við í fjöldahjálparstöð eða hafa samband í gegnum hjálparsíma Rauða kross Íslands, s. 1717.

Rýmingar
Á vef Múlaþings og Fjarðarbyggðar er hægt að sjá þá staði/reiti búið er að ákveða að rýma, þar verða einnig settar inn tilkynningar um stöðu mála.
Vefur Múlaþings.
Vefur Fjarðabyggðar

Einnig er hægt að sjá rýmingarreitina á vef Lögreglunnar á Austurlandi.

Vegir
Best er að fylgjast með vegum á svæðinu inn á vef Vegagerðarinnar á www.umferdin.is Vegir geta lokast með stuttum fyrirvara og því er mikilvægt að fylgjast vel með þar.

Veðurstofa Íslands og snjóflóðaathugunarmenn fylgjast áfram með snjóflóðahættunni.