Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð var virkjuð um klukkan 10:30 í morgun þegar eldur varð laus í hvalaskoðunarskipinu Faldi sem var statt um 3,5 mílur frá landi. 24 farþegar voru um borð og hefur þeim öllum verið bjargað um borð í hvalaskoðunarskipið Bjössa Sör og munu farþegar geta haldið áfram hvalaskoðun eða farið í land til Húsavíkur.