Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum ákveðið að fara á neyðarstig vegna eldgoss við Sundhnúkagígaröð. Eldgos hófst á ellefta tímanum á svipuðum slóðum og áður. Búið er að virkja Samhæfingarstöð Almannavarna. Þar sem stutt er síðan eldgosið hófst þá er ekki vitað frekar um hvar eldgosið er nákvæmlega. Þyrla Landhelgisgæslunnar fer í loftið eftir stutta stund.
Verið er að rýma Grindavík, gist hefur verið í um 50 húsum í Grindavík undanfarnar nætur.