Nokkur mengun hefur verið frá eldgosinu við Sundhnúksgíga á Reykjanesi síðustu daga, sem hefur meðal annars mælst á loftgæðamælum Umhverfisstofnunnar (www.loftgeadi.is)
Á vef Embætti landlæknis er fjallað um hver heilsufarsleg áhrif vegna mengunnar frá eldgosinu við Sundhnúksgíg eru. Mikilvægt er fyrir þau sem eru á svæðinu að kynna sér einkennin.
Gosmóða og brennisteinsdíoxíð geta valdið sleni, höfuðverk, ertingu í augum og hálsi auk annarra einkenna frá öndunarfærum. Minnstu svifryksagnir (PM 1 og 2,5) eru hættulegar heilsunni þar sem þær eiga auðvelt með að ná djúpt niður í lungun. Börn og einstaklingar sem eru með undirliggjandi hjarta- og lungnasjúkdóma ættu að forðast útivist í lengri tíma sem og áreynslu utandyra, þar sem er loftmengun, og hafa glugga lokaða.
Tilkynninguna er hægt að lesa á vef Landlæknis
Almenningur, sérstaklega á SV-hluta landsins, er hvattur til að kynna sér reglulega gasdreifingarspá Veðurstofu Íslands og fylgjast með mælingum á gasmengun og svifryki á vef Umhverfisstofnunnar, loftgaedi.is.
Sóttvarnalæknir vill vekja athygli á fræðslubæklingi um hugsanlega hættu á heilsutjóni vegna loftmengunar í nágrenni eldstöðva. Bæklingurinn var unnin í sameiningu af ýmsum stofnunum og félagasamtökum en í honum eru áhrif loftmengunar á heilsufar manna útskýrðar og þar má finna upplýsingar um hvernig helst má verja sig gegn loftmengun vegna eldgosa.