Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra að fella niður óvissustig í Útkinn í Þingeyjarsveit.
Ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands telur ekki ástæðu til viðbúnaðar vegna skriðuhættu á svæðinu og er góð veðurspá næstu daga. Enn er hreinsunarstarfi ekki lokið.
