Ef hraun næði til sjávar þá er hér að neðan kort sem sýnir það áhrifasvæði ef til þess kæmi.
Sú sviðsmynd og viðbragðsáætlanir henni tengdri hafa verið ræddar á stöðufundum Veðurstofunnar og Almannavarna í gær og í dag.
Ef horft er til þróunar í virkni gossins í dag, er það talið ólíklegt að hraun nái til sjávar. Miðað við hraðan á framrás hraunjaðarsins nú síðdegis (12 m/klst.), tæki það um tvo daga.
Á meðan að eldgos heldur áfram er engu að síður mikilvægt að vera undirbúin fyrir þessa sviðsmynd þar sem þær aðstæður sem þá gætu myndast eru lífshættulegar þeim sem eru innan áhrifasvæðisins.
Þetta kemur fram á vef Vedurstofunnar: https://www.vedur.is/um-vi/frettir/jardhraeringar-grindavik