Covid-19 viðvörunarkerfi

COVID-19 viðvörunarkerfi hefur verið sett upp á Covid.is því er ætlað að auka fyrirsjáanleika varðandi aðgerðir sem grípa þarf til vegnasóttvarnaráðstafana.

Frá því í febrúar á þessu ári hafa Íslendingar líkt og heimsbyggðin öll glímt við Covid-19 faraldurinn. Við lifum í nýjum veruleika, og höfum þurft að aðlagast nýjum aðstæðum í svo til öllu sem við gerum.

Á þeim níu mánuðum sem liðnir eru frá því faraldurinn kom til Íslands höfum við safnað reynslu og byggt upp þekkingu á Covid-19 en þaðskilar sér í kerfi af þessu tagi.

Hluti af þessari reynslu og þekkingu er áhættumat sóttvarnalæknis, minnisblöð sem gerð hafa verið til heilbrigðisráherra og reglugerðir sem við höfum farið eftir síðustu mánuði.

Viðvörunarkerfið byggir einnig á samvinnu við stjórnvöld, almannavarnir, sóttvarnalæknis, ÍSÍ og annarra og haft var að leiðarljósi við gerð kerfisins að skapa meiri fyrirsjáanleika.

Að því sögðu er mjög mikilvægt að hafa í huga að kerfið sem slíkt er ekki ávísun á tilslökun, og það eitt og sér kemur okkur ekki í skjól. Viðvörunarkerfið er heldur ekki meitlað í stein og til þess að það þjóni tilgangi sínum sem best þarf svigrúm til að breyta því og bæta, í samræmi við aukna þekkingu og reynslu í faraldrinum. Annar mikilvægur þáttur er framsetningin. Að hún sé þannig úr garði gerð að við eigum gott með að tileinka okkur kerfið og nota það.

Stuðst var við fyrirmynd sem við þekkjum og höfum notað undanfarin ár. Það er viðvörunarkerfi Veðurstofu Íslands. Við þekkjum fyrirkomulagið og vitum nokkurn veginn hvað það felur í sér veðurfarslega. Til dæmis þegar einhver landshluti verður gulur, appelsínugulur eða rauður.

Covid-19 viðvörunarkerfið styðst við grátt, gult, appelsínugult og rautt ástand. Og líkt og með veðrið er grátt lægsta hættustigið.

Grátt ástandið er hið svokallaða „nýja norm“, okkar nýi veruleiki á meðan heimsfaraldurinn stendur yfir. Áhrif eru einhver á okkar daglega líf, við þurfum að huga að einstaklingsbundnum sóttvörnum og fara meðgát.

Litirnir geta svo, ef ástandið í faraldrinum verður alvarlegra, færst frá gráu, yfir í gult, appelsínugult og svo rautt sem er alvarlegasta ástandið.

Í kerfinu er landinu skipt upp í landshluta í samræmi við lögregluumdæmin. Það getur því gerst að landshlutar eru ekki í sama lit og til þess að átta sigbetur á því af hverju einhver landshluti er skilgreindur í gulu, appelsínugulu eða rauðu, er hægt að velja viðkomandi landshluta og fá fram stutta textaskýringu á aðstæðum í landshlutanum.

Ástæður fyrir lit í umdæmi eru ekki eingöngu staðbundnar. Við getum til að mynda lent í þeim aðstæðum að staða stærstu spítala landsins er alvarleg og þá endurspegla litir í öðrum umdæmum það líka.  

Á Covid.is eru viðmiðunartöflur og efst í hverri töflu er aðfinna skilgreiningu fyrir hvern lit.

Taflan inniheldur viðmið á takmörkunum fyrir almennar sóttvarnaaðgerðir, ýmsa starfsemi og þjónustu, fyrir skóla-, æskulýðs- og tómstundastarf og fyrir íþróttastarfið. Þetta er í hnotskurn þau atriði sem fjallað hefur verið um í minnisblöðum og reglugerðum.

Áréttað er að töflurnar eru til viðmiðunar og fela í sér ákveðið svigrúm fyrir gerð komandi reglugerðar. Nú getum við til að mynda séð hvaða viðmið gilda fyrir almennar sóttvarnaaðgerðir, eins og  fjöldatakmarkanir eða nálægðarmörk, í hverjum lit fyrir sig.

Einnig getum líka skoðað hvaða viðmið gilda fyrir ýmsa starfsemi og þjónustu. Til dæmis fyrir listviðburði, veitingastaði og sund og ef breyting er fram undan þá vitum við nokkurn veginn hverju við eigum von á og getum skipulagt okkur út frá því.

Umfangsmikil vinna átti sér stað við gerð viðmiða fyrir skóla-, æskulýðs- og tómstundastarf í samvinnu við Menntamálaráðuneytið. Víðtæk samvinna margra aðila hefur skilað sér í viðmiðum fyrir öll skólastig og tómstundastarf eins og tónlistarnám og félagsmiðstöðvar. Á covid.is er til að mynda hægt að kynna sér þessi viðmið í hverjum lit, allt frá leikskóla og upp áháskólastigið.

Sams konar vinna var lögð í íþróttastarf, bæði starf barna og fullorðinna í samvinnu við ÍSÍ. Afrakstsurinn er viðmið í hverjum lit fyrir allar íþróttagreinar sem tilheyra sambandinu. Vinnan er langt komin og verður fljótlega hægt að nálgast þessar upplýsingar á Covid.is. Hluti upplýsinganna er þegar kominn á síðuna og munu töflurnar sem eru í lokavinnslu verða settarþangað fljótlega.

Íþróttagreinar eru einnig flokkaðar eftir smithættu í þrjáflokka, lág áhætta, meðal og meiri áhætta. Sú flokkun hefur einnig áhrif ástöðu íþróttagreinanna í litakóðanum.

Áhættumat sóttvarnalæknis, byggir meðal annars á nýgengi innanlands, dreifingu sýkingar og hlutfalli jákvæðra í sýnatöku. Áhættumatið erí stöðugri endurskoðun.