Auknar varúðarráðstafanir í Grindavík

Rýming Grindavíkurbæjar lauk um klukkan eitt í nótt án vandkvæða. Stærsti hluti viðbragðsaðila eru komnir í hvíld.

Eftir stöðufund Veðurstofu Íslands og Almannavarna sem lauk um klukkan 3:30 í nótt var tekin sú ákvörðun að auka varúðarráðstafanir enn frekar og ákveðið hefur verið að kalla viðbragðsaðila frá svæðinu.  Lögregla mannar lokunarpósta og verður áfram með öryggisgæslu á svæðinu.