Orka náttúrunnar vekur athygli á aukinni niðurdælingu í niðurrennslisholur í Kýrdal á Nesjavöllum. Aukning á flæði er framkvæmd í þrepum til að lágmarka líkur á finnanlegri skjálftavirkni. Aðgerðirnar munu taka tvo daga, frá 9 – 10 júní. Áætla má að auknar líkur geti orðið á skjálftavirkni vegna aðgerðanna fram að mánaðarmótum.
Frekari upplýsingar um niðurdælingar má finna á vef Orku náttúrunnar
http://www.on.is/dregid-ur-umhverfisahrifum-jardhitanytingar-a-nesjavollum