Ekkert ferðaveður framundan.
Gefnar hafa verið út appelsínugular veður viðvaranir fyrir allt landið sem byrjar að taka gildi á aðfaranótt mánudags og gildir fram yfir hádegi á mánudag. Það er sérlega djúp lægð sem nálgast landið úr suðvestri. Líkur eru á að áhrif veðursins verði umtalsverð og einnig líkur á að veðrið haldi áfram að hafa áhrif, fram á þriðjudag. Mikil hætta er á foktjóni, rafmagnstruflunum auk þess sem samgöngur munu raskast verulega um tíma.
Almannavarnir funduðuð í dag með sérfræðingum Veðurstofunnar, viðbragðsaðilum, ábyrgðaraðilum raforku, fjarskipta og samgangna. Einnig voru á fundinum fulltrúar úr aðgerðastjórnun almannavarna um land allt. Þar var farið yfir veðurspár og til hvaða viðbúnaðar þyrfti að grípa. Allir aðilar undirbúa nú sínar aðgerðir. Hópurinn mun funda aftur á morgun.
Fólk er vinsamlegast beðið um að ganga vel frá lausa munum og verktakar eru beðnir um að ganga vel frá framkvæmdarsvæðum. Ferðaþjónustuaðilar eru einnig beðnir um að koma skilaboðum til ferðamanna sem eru á þeirra vegum og láta vita hverju von er á.
Almannavarnir halda áfram að fylgjast vel með framvindu veðursins sem framundan er.
Hér er hægt að fylgjast með framvindu veðursins á vef Veðurstofu Íslands
Hér er hægt að fylgast með vegum og lokunum hjá Vegagerðinni.
Hér er hægt að fylgjast með ölduhæð á vef Vegagerðarinnar.