Almannavarnastig fært niður á hættustig vegna eldgossins í Meradölum

Í dag fóru fór vísindafólk og fulltrúi frá Almannavörnum í könnunarflug yfir gosstöðvarnar til að meta umfang eldgossins. Það er mat þeirra að eldgosið sé fremur lítið og ógni ekki byggð eða mannvirkjum.

Í kjölfar könnunarflugsins var farið yfir tiltæk gögn og ákveðið af Ríkislögreglustjóra í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum að lækka almannavarnastig úr neyðarstigi niður á hættustig.

Hér er athyglisvert hraunlíkan sem birt var á vef Veðurstofu Íslands í dag:
https://www.vedur.is/um-vi/frettir/eldgos-a-reykjanesskaga