English below
Á morgun verður haldið áfram að fara um Suðurstrandaveg til að komast til Grindavíkur. Vegagerðin verður á vaktinni og mun ryðja ef til þess þarf, sem er mjög líklegt miðað við veðurspá.
Grindavíkurbær er með þrjár virkar vegtengingar, Nesveg, Norðurljósaveg og Suðurstrandarveg. Enginn þessara vega er laus við vandamál þegar kemur að vetrarfærð og illa búin ökutæki munu verða til vandræða óháð undirbúningi viðbragðsaðila eða vali á akstursleið.
Af þessum þremur vegum er Norðurljósavegur sá mikilvægasti sökum nálægðar við Reykjanesbraut. Sá vegur er þrátt fyrir það laskaður vegna sprungumyndunar og mikillar umferðar. Ef öll umferð íbúa, sem er umtalsverð, yrði beint um Norðurljósaveg þá er hætta á að hann teppist vegna umferðar, óhapps, bilunar eða annarra orsaka. Auk þess verður með þessari tillhögun mun minni umferð inn á áður skilgreint hættusvæði á hættukorti Veðurstofu Íslands, eða inn á svæði 1 (gult) og svæði 3 (appelsínugult).
Það er ljóst að Suðurstrandarvegurinn er langt frá því að vera ákjósanlegur. Hann hefur þó það umfram Nesveg að innviðir eru til staðar til að taka á móti miklum fjölda ökutækja á skömmum tíma.
Auk þess þýðir það að að viðbragðsaðilar, t.d. sjúkrabifreiðar, færu um Nes- eða Suðurstrandaveg sem talin er óásættanleg áhætta. Einnig myndi það þýða miklar tafir á sjálfu verkefninu sem lagt er mikið kapp á að gangi sem best.
Á sama tíma þurfa fyrirtæki einnig að vitja eigna sinna og var þeim úthlutað Nesvegi til að minnka samkeyrslu þungaflutninga og íbúa. Þetta er gert út frá mati á þeim viðgerðum sem hefur þurft að framkvæma á vegakerfi innan Grindavíkur sem utan og þeim þunga og ágangi sem þær þola.
Að þessu sögðu fer sífellt fram mat á aðstæðum og leitum við leiða til að besta þetta verklag til að hámarka öryggi og ávinning allra hlutaðeigandi.
Er því meðal annars leitað leiða til að fjölga akstursleiðum íbúa inn í Grindavík og ekki loku fyrir það skotið að akstursskipulag taki breytingum eftir því sem líður á verkefnið.
In the announcement from the Civil Protection Operations Command, it is stated that the decision has been made to continue using Suðurstrandavegur to access Grindavík. The Road Administration has improved the road, making it more passable. The Operations Command also provided the following information:
Grindavíkurbær has three active road connections: Nesvegur, Norðurljósavegur, and Suðurstrandavegur. None of these roads are free from issues when it comes to winter conditions, and poorly equipped vehicles can encounter difficulties regardless of the preparedness of responders or the choice of travel route.
Of these three roads, Norðurljósavegur is the most crucial due to its proximity to Reykjanesbraut. This road is damaged due to ground deformation and heavy traffic. If all residents’ considerable traffic were directed through Norðurljósavegur, there would be a significant risk of it getting congested due to traffic, accidents, breakdowns, or other causes. In addition, with this arrangement, there will be much less traffic into the previously defined danger zone on the Iceland Meteorological Agency’s danger map, or Zone 1 (yellow) and Zone 3 (orange).
This would mean that responders, such as ambulances, would need to use Nes- or Suðurstrandavegur, which we consider an unacceptable risk. It would also result in significant delays in the project we are working hard to accomplish.
We are aware that Suðurstrandavegur is far from ideal. However, it has the advantage over Nesvegur that infrastructure is in place to accommodate a large number of vehicles in a short period.
At the same time, businesses also needed to access their properties, and they were assigned Nesvegur to minimize the overlap of freight transport and residents.
This decision is based on assessing the repairs needed on the road system within Grindavík, as well as the stress and strain those roads endure.
Continuous assessments of the situation will be made, and efforts will be made to improve this arrangement to maximize safety and efficiency for all involved parties. The aim is to explore options to increase residents’ travel routes into Grindavík without closing the door to adjusting the traffic plan as the project progresses.