Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórana á Norðurlandi Vestra, Norðurlandi Eystra og Austurlandi hefur aflýst óvissustigi almannavarna vegna norðanhríðar sem gekk yfir landið á fimmtudag og föstudag.
Bændur gripu til aðgerða til að minnka áhættuna á því að fé fennti þar sem mestri hríð var spáð. Flutnings- og dreifingafyrirtæki á raforku vöktuðu línur, Vegagerðin hélt heiðavegum opnum og björgunarsveitir Landsbjargar voru í viðbragðsstöðu. Allt gekk stóráfallalaust.
Í dag rofar til og hvetur almannavarnadeildin almenning, fyrirtæki og stofnanir til þess að nýta góðviðrisdaga í að huga að lausamunum og öðru sem gæti skapa hættu í komandi haustlægðum.