Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi Eystra, hefur ákveðið að aflýsa óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu í Öxarfirði. Þessi ákvörðun er byggð á mati Veðurstofunnar um að þessari hrinu sé lokið.
Óvissustigi vegna jarðskjálfta í Öxarfirði var lýst yfir 28. mars síðastliðinn vegna hrinu sem byrjaði 23. mars.
Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila og almennings.
Því ferli sem fer í gang vegna yfirlýsingar óvissustigis er lokið, en Veðurstofan vaktar eftir sem áður jarðskjálfta á landinu öllu.
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur fólk sem býr á þekktum jarðskjálftasvæðum til þess að huga að öryggi á heimilum sínum og vinnustöðum. Á heimasíðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra (www.almannavarnir.is) má nálgast upplýsingar um ýmsar varnir til að draga úr tjóni og/eða slysum í jarðskjálfta. Sjá hér https://www.almannavarnir.is/natturuva/jardskjalftar/varnir-gegn-jardskjalfta/ e