Aflýsa óvissustigi Almannavarna vegna skjálfavirkni í Bárðarbungu

Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórana á Norðurlandi eystra, Austurlandi og Suðurlandi aflýsir óvissustigi Almannavarna sem sett var á sl. þriðjudag vegna aukinnar skjálftavirkni í Bárðarbungu.
Á vef Veðurstofunnar kemur fram að lítil skjálftavirkni hafi mælst í Bárðarbungu síðan á mánudagsmorgun. Sú skjálftahrina var sú kröftugasta sem mælst hefur, síðan að síðustu eldsumbrot urðu í Bárðarbungu frá 2014 til 2015 og eldgos varð í Holuhrauni. Hreyfingar í jarðskjálftunum samræmast aukinni þenslu vegna kvikusöfnunar sem hefur staðið yfir frá síðustu eldsumbrotum 2015.

Nokkur óvissa er um hver þróun þessarar virkni verður á næstunni og ekki er útilokað að jarðskjálftavirkni á svæðinu taki sig aftur upp. Áfram verður fylgst vel með.