Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi aflýsir óvissustigi Almannavarna vegna Skaftárhlaups sem sett var á 21. ágúst sl. Síðustu tvo daga hefur rennsli í Skaftá farið lækkandi og vatnsmagn í ánni svipað og það var áður en hlaup hófst 20. ágúst. Ekki eru nema 12 mánuðir frá seinasta hlaupi – algengast að 2-3 ár séu á milli hlaupa frá Eystri-Skaftárkatli. Óvenju langt er frá seinasta hlaupi úr Vestari-Skaftárkatlinum, sem hljóp siðast haustið 2021.