Af óvissustigi á Norðurlandi eystra vegna mikilla rigninga og skriðuhættu á Tröllaskaga.

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra hafa ákveðið að fara af óvissustigi Almannavarna sem sett var á 23.ágúst sl. Óvissustigið var sett á vegna mikillar rigningar og skriðuhættu því samfara á Tröllaskaga.  

Nú hefur stytt upp og hið ágætasta veður komið á svæðinu og birt til. Fulltrúar Veðurstofunnar hafa verið á svæðinu í dag og skoðað aðstæður.   Mat þeirra er að hætta á aurskriðum hafi minnkað verulega og nánast engin úrkoma í vændum næstu daga og því ekki talin þörf á að vera á óvissustigi lengur.

  • Siglufjarðarvegur verður áfram lokaður frá Siglufirði og að Ketilási.
  • Vegagerðin er nú að vinna að hreinsun vegarins sem og að gera viðeigandi lagfæringar á honum.
  • Vegagerðin mun upplýsa frekar um það þegar vegurinn verður opnaður.