Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur ákveðið að færa almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig vegna eldgos á Reykjanesskaga.
Farið var á neyðarstig Almannavarna 18. desemer sl. þegar eldgos hófst við Sundhnúka. Í dag eru engin sjáanleg virkni í eldgosinu og því var þessi ákvörðun tekin. Samkvæmt nýjustu gögnum Veðurstofu Íslands þá er landris hafið á ný í Svartsengi á Reykjanesskaga. Landrisið er hraðar en fyrir eldgosið í Sundhnúksgígum.