Aðgangur íbúa inn á svæðið er aðeins fyrir þá sem komust ekki í gær.  Mikilvægt að hafa í huga.

[ENGLISH BELOW]

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um eftirfarandi í dag 14. nóvember.

Áætlun getur breyst án fyrirvara.  Aðgangur íbúa inn á svæðið er aðeins fyrir þá sem komust ekki í gær.  Mikilvægt að hafa í huga.

Fyrirtæki hafa heimild til þess að fara inná svæðið í gegnum lokunarpóst á tímabilinu 10:00 – 12:00.

Þeir íbúar sem gátu ekki farið til síns heima í gær fá heimild til að fara inná svæðið í gegnum lokunarpóst á þessum tíma: 12:00 – 16:00.

Hvert heimili fær 5 mínútur.

Íbúar á eftirfarandi svæðum geta farið á einkabílum í fylgd viðbragðsaðila frá klukkan 12:00 -14:00:

12:00 Víðigerði-Austurhóp-Miðhóp-Efrahóp-Fálkahlíð-Norðurhóp-Suðurhóp

12:30 Túngata 2-22 (austan megin götunnar), Marargata- Mánagata-Mánasund-Hafnargata-Seljabót-Hópsvegur-Austurvegur

Aðrir íbúar þurfa að fara í bíl með viðbragðsaðilum frá klukkan 14:00-16:00. Ákvörðun þessi er byggð á áhættumati og til að tryggja öryggi fólks.

13:00 Víkurhóp-Stamphólsvegur-Vesturhóp-Túnagata 1-25 (vestan megin götunnar), Víkurbraut

13:30 Skipastígur-Árnastígur-Glæsivellir-Ásvellir-Sólvellir-Blómsturvellir-Iðavellir

14:00 Gerðavellir – Selsvellir –Höskuldavellir-Hólavellir-Litluvellir-Baðsvellir-Efstahraun

14:30 Heiðarhraun-Hvassahraun-Staðarhraun-Borgarhraun-Arnarhraun-Leynisbrún

15:00 Dalbraut – Fornavör-Suðurvör-Norðurvör-Staðarvör-Laut-Ásabraut-Sunnubraut-Hellubraut-Vesturbraut-Kirkjustígur-Lundur (Bjarg)

Þetta verður skipulögð og stýrð aðgerð undir stjórn lögreglu. Íbúar sem fá að fara inn til Grindavíkur eiga að koma á söfnunarstaðinn sem er bílastæðið við gossvæðið, við Fagradalsfjall.

Það þarf að koma um Suðurstrandarveg að austan til Grindavíkur að söfnunarstað. Þar fær fólk frekari leiðbeiningar. Frá söfnunarstað verður ekið á einkabílum í fylgd viðbragðsaðila inn í bæinn. 

Heimild til þess að fara inn í bæinn er ábyrgðarhluti og ekki léttvæg ákvörðun og þýðir alls ekki að svæðið sé að öðru leyti opið fyrir umferð. Þetta verður skipulögð og stýrð aðgerð undir stjórn lögreglunnar. 

Til athugunar fyrir íbúa:

  • Ekki fara ef þú þarft ekki nauðsynlega að fara
  • Aðeins verður leyfi fyrir einn aðila að fara inn á svæðið, fyrir hvert heimili
  • Skráið niður lista yfir það sem þið hyggist sækja áður en lagt er af stað
  • Munið eftir húslykli
  • Búr fyrir gæludýr ef þörf er á
  • Poka eða annað undir muni
  • Íbúar hafa stuttan tíma inni á heimilinu.
  • Þau sem fara mega ekki vera með bráðaofnæmi fyrir dýrum því það verða gæludýr með í för í bakaleiðinni.
  • Þetta er eingöngu til þess sækja mjög mikilvæga hluti s.s. gæludýr, lífsnauðsynleg lyf, hugsanlega vegabréf eða aðra ómissandi hluti fyrir heimilisfólk
  • Heimilt verður að keyra ökutæki sem skilin voru eftir við rýmingu, út af svæðinu frá Grindavík, en eingöngu í fylgd viðbragðsaðila

Þessu fylgir áhætta og því mjög mikilvægt að allir sem að henni koma hlýði vandlega öllum fyrirmælum lögreglu sem stýrir þessari aðgerð og virði tímamörk.

Information in English

It is important to note that entry into the area is only for residents who did not make it yesterday.
14 November 2023 11:03
The Police Commissioner in Suðurnes has decided the following today 14 November.
Plans can change without any notice. It is important to note that entry into the area is only for residents who did not make it into town yesterday.
Representatives of establishments will be allowed into the area through the roadblock from 10-12.
Residents who could not make it to their homes yesterday will be allowed into the area through the roadblock from 12-16.
Each home gets 5 minutes.
Residents of the following areas can enter in private cars accompanied by emergency responders from 12-14:
12:00 Víðigerði-Austurhóp-Miðhóp-Efrahóp-Fálkahlíð-Norðurhóp-Suðurhóp
12:30 Túngata 2-22 (austan megin götunnar), Marargata- Mánagata-Mánasund-Hafnargata-Seljabót-Hópsvegur-Austurvegur
Other residents need to travel in emergency responders’ cars from 14-16. This decision is based on risk assessments to ensure safety.
13:00 Víkurhóp-Stamphólsvegur-Vesturhóp-Túnagata 1-25 (vestan megin götunnar), Víkurbraut
13:30 Skipastígur-Árnastígur-Glæsivellir-Ásvellir-Sólvellir-Blómsturvellir-Iðavellir
14:00 Gerðavellir – Selsvellir –Höskuldavellir-Hólavellir-Litluvellir-Baðsvellir-Efstahraun
14:30 Heiðarhraun-Hvassahraun-Staðarhraun-Borgarhraun-Arnarhraun-Leynisbrún
15:00 Dalbraut – Fornavör-Suðurvör-Norðurvör-Staðarvör-Laut-Ásabraut-Sunnubraut-Hellubraut-Vesturbraut-Kirkjustígur-Lundur (Bjarg)
This will be an organised operation under police control. Residents who are allowed into Grindavík are supposed to come to the gathering location at the car park by the eruption site by Fagradalsfjall.
They need to enter through Suðurstrandarvegur east of Grindavík to the gathering location. On arrival there, further instructions will be provided. From the gathering location, people will be able to drive their private cars in company with emergency responders into town.
The decision to authorise entry into Grindavík is not taken lightly and does not mean that the area is open for any other business. This will be an organised operation under police control.

Note for residents:

  • Don’t go unless necessary.
  • Only one person per household will be allowed to enter the area.
  • Make a list of items you plan to pick up before leaving.
  • Remember to bring the house key.
  • Bring a cage for pets if needed.
  • Take a bag or other belongings with you.
  • Residents will have a short time inside the home.
  • Those who go must not have an anaphylactic reaction to animals because there will be pets with them on the way back.
  • This is only for retrieving very important items, such as pets, vital medicines, possibly passports, or other household essentials.
  • Vehicles left behind during evacuation will be allowed to drive out of the area from Grindavík, but only when accompanied by emergency personnel.
  • There is a risk involved, so it is crucial that everyone involved carefully follows all instructions from the police directing this operation and respects the time limit.