Í dag (fimmtudag) má búast við gasmengun á norðanverðu hálendinu vestur að Langjökli, norður til Skagafjarðar og inn á Húnaflóa. Á morgun (föstudag) er hætt við gasmengun á Norðurlandi frá Ströndum til Eyjafjarðar, á norðanverðu hálendinu og A-lands sunnan Egilsstaðar og suður til Hornafjarðar. Ekki er hægt að útiloka að mengunarinnar verði vart á stærra svæði. Gildir til miðnættis á morgun, föstudag.
Spá gerð: 18.09.2014 09:09. Gildir til: 20.09.2014 00:00 Hlekkur á síðu Veðurstofunnar.
Hér má sjá gagnvirkt kort af dreifingu gasins frá Holuhrauni. Þessi síða er einnig á vef Veðurstofunnar.