Merki Almannavarnadeildarinnar byggir á alþjóðlegu tákni almannavarna, sem er blár jafnarma þríhyrningur á rauðgulum fleti. Merki almannavarnadeildarinnar ber skjaldarmerki Íslands. Á því eru landvættirnar fjórar úr Heimskringlu Snorra Sturlusonar, griðungur, hægra megin skjaldarins, bergrisi vinstra megin, gammur hægra megin, ofan við griðunginn, og dreki vinstra megin, ofan við bergrisann. Þessar fjórar yfirnáttúrulegu furðuverur standa vörð um hvern landsfjórðung fyrir sig og sem skjaldberar skjaldarmerkisins standa þær sem slíkar. Skjaldarmerkið sjálft sem er auðkenni stjórnvalda ríkisins er skjöldurinn með íslenska fánanum.
Merki Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra
Allt það sem auðkennt er með almannavarnamerkinu nýtur sérstakrar verndar samkvæmt Genfar-sáttmálanum.