Blár jafnarma þríhyrningur á rauðgulum fleti er alþjóðlegt tákn almannavarna. Enginn má á neinn hátt tálma því að maður gegni starfi sem hann hefur verið kvaddur til í þágu almannavarna. Hver sá sem starfar undir merkinu ber tilteknar skyldur eftir lögum hvers lands og nýtur jafnframt ákveðins réttar.
Allt það sem auðkennt er með merkinu nýtur sérstakrar verndar samkvæmt Genfar-sáttmálanum. Starfsfólk, búnaður og byggingar í þágu almannavarna er auðkennt með merkinu.
Hér getur þú nálgast prenthæfa útgáfu af merkinu:
Merki almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra má finna hér