Neyðarstig (Distress/Emergency Phase):
Neyðarstig einkennist af atburði sem valdið hefur slysum á fólki og/eða tjóni á mannvirkjum. Verkefni á þessu stigi einkennast af tafarlausum aðgerðum til lífsbjargandi aðstoðar og viðleitni til að afstýra fleiri slysum og varna frekara tjóni.
Um neyðarstig er að ræða, dæmi:
- Þegar viðhafa þarf tafarlaus viðbrögð vegna fólks sem óttast er um.
- Þegar ítrekaðar tilraunir til að hafa samband við skip, loftfar eða fólk hafa reynst árangurslausar og óttast er að viðkomandi sé í neyð.
- Þegar staðfestar upplýsingar hafa borist um að skip, loftfar eða menn séu í neyð eða yfirvofandi hættu og þarfnist tafarlausrar aðstoðar.
- Þegar slys eða hamfarir hafa orðið eða þegar heilbrigðisöryggi fólks er ógnað svo sem vegna farsótta.