Verkfæri
Námskeiðin eru haldin fyrir sveitarfélög, stofnanir og ráðuneyti í samstarfi við Iðan fræðslusetur.
Þrenns konar námskeið sem ætluð eru starfsmönnum sveitarfélaga, ríkisstofnana og ráðuneyta sem koma að greiningu á áhættu og áfallaþoli. Þau byggja öll á sama grunni en eru hvert um sig sérsniðin að þörfum hvers hóps. Tilgangur námskeiðanna er að kenna þátttakendum hvernig staðið skuli að greiningum á áhættu og áfallaþoli samkvæmt leiðbeiningunum sem við höfum unnið.
Á námskeiðunum er notkun leiðbeiningaefnisins kennd í þeim tilgangi að fá samræmda sýn á áhættu og áfallaþol.
Farið er yfir skyldur, ábyrgð og hlutverk aðila og hugtök sem tengjast framkvæmd greiningarinnar. Farið er í gegnum aðferðafræði við greiningu skref fyrir skref ásamt framsetningu, framkvæmd og eftirfylgni. Einnig er fjallað um söfnun upplýsinga og skil á þeim til almannavarna.
„Við sem búum á Reykjanesskaganum höfum svo sannarlega fundið fyrir hversu mikilvægt það er að hafa vel ígrundaðar og kynntar viðbragðsáætlanir til staðar þegar einhvers konar náttúruvá ber að dyrum. Þegar allt er með kyrrum kjörum í náttúrunni eru atvinnumál, velferðarmál og fræðslumál mikilvæg í umræðunni. Hins vegar þegar náttúruvá steðjar að verður það að tryggja öryggi íbúa, innviða og eigna skyndilega mikilvægast. Þá er eins gott að vera við öllu búinn. Námskeið Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra um greiningu á áhættu og áfallaþoli eru mikilvægt innlegg í þá vinnu.“ sagði Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar þegar hann var spurður um mikilvægi þess að vera vel undirbúinn þegar náttúran minnir á sig.
Næstu námskeið um greiningu á áhættu og áfallaþoli