Náttúruhamfarir verða yfirleitt án nokkurrar viðvörunar.  Til að bregðast sem best við þeim skaða sem náttúruhamfarir geta orsakað þurfa allir fyrirfram að undirbúa viðbrögð sín vegna þeirra.  Í hamförum hefur reynslan sýnt að eitt það fyrsta sem fólk hefur áhyggjur af er öryggi þeirra nánustu.  Því er mikilvægt að á hverju heimili sé til heimilisáætlun.