Alvar og Alvör   

Alvar og Alvör dauðbrá þegar þau fundu fyrst fyrir jarðskjálfta, því þau vissu ekki hvað þau áttu að gera.

Einu sinni kom stór jarðskjálfti og Alvör og Alvar urðu alveg ofsalega hrædd af því þau kunnu einfaldlega ekki að KRJÚPA-SKÝLA-HALDA eins og á að gera ef það kemur jarðskjálfti.

Alvar og Alvör ætla að sýna ykkur hvernig á að KRJÚPA- SKÝLA-HALDA  eins og þau lærðu að gera ef það kemur jarðskjálfti.  Þið getið þá brugðist rétt við ef það kemur jarðskjálfti hjá ykkur.

Alvar er að æfa sig að KRJÚPA, SKÝLA, HALDA út í horni.

Það er hægt að fara út í horn, KRJÚPA þar og SKÝLA höfðinu með annarri hendinni og HALDA sér með hinni, eins og Alvar gerir hér á myndinni.  Samt verður að passa sig á því að ekkert sé nálægt sem getur dottið á þig.

 

 

Alvör er að æfa sig að KRJÚPA, SKÝLA, HALDA undir borði.Ef þú ert nálægt borði, er gott að skríða undir það, KRJÚPA þar, SKÝLA höfðinu með annarri hönd og HALDA um borðfót með hinni.  Þannig getur borðið skýlt þér fyrir því sem dettur úr hillum og skápum eða ofan úr loftinu.  Þetta veit Alvör og æfir sig að Krjúpa-skýla-halda.

 

 

Alvar er að æfa sig að KRJÚPA, SKÝLA, HALDA í hurðargati.

 

Ef þú ert við dyr, getur verið gott að KRJÚPA í gættinni, SKÝLA höfðinu með annarri hönd og HALDA um dyrakarm með hinni.  Sjáðu hvernig Alvar gerir.

 

Alvör og Alvar eru nú róleg og vita hvað á að gera ef það kemur jarðskjálfti.

Alvar og Alvör eru núna ánægð og róleg.  Þau eru búin að gera heimilisáætlun með mömmu og pabba og vita núna hvað á að gera ef það kemur jarðskjálfti, eldur og margt fleira.  Þau vita líka hvað á að gera ef þau eru í skólanum ef það verður jarðskjálfti.

 Á morgun ætla þau að æfa sig með mömmu og pabba hvernig þau ætla að rýma húsið ef það kemur til dæmis eldur eða jarðskjálfti.

 

Sendu tölvupóst til Alvars og AlvararNú langar Alvar og Alvör að vita hvort þú hefur fundið fyrir jarðskjálfta, hvar þú varst þegar jarðskjálftinn kom og hvað þú gerðir?  Viltu senda okkur tölvupóst eða bréf og segja okkur frá þessu.  Það væri líka frábært ef þú vildir teikna fyrir okkur jarðskjálftamynd og senda til okkar.  

Sendið okkur bréf á heimilisfangið:

Almannavarnadeild ríkislögreglustjórans
Alvar og Alvör
Skúlagötu 21
101 Reykavík

Til baka

Skúlagata 21 | 101 Reykjavík | S:444 2500 | Fax: 562 2665 |
Netfang:almannavarnir[hja]rls.is