Fréttir   
2.8.2012

Strandaður hvalaskoðunarbátur

Kl.10:33 í morgun óskaði hvalaskoðunarbátur á Skjálfandaflóa eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar þar sem hann hafði strandað við Lundey, sem er um 7 km norðan Húsavíkur.  32 farþegar voru um borð í bátnum auk 3 mann áhafnar. 

Neyðarlínan virkjaði viðbragðsáætlun fyrir hópslys á sjó á Skjálfanda.  Aðgerðstjórn á Húsavík stýrði aðgerðum fyrir norðan og Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð var virkjuð.
Landhelgisgæslan sendi nálæg skip og báta á staðinn auk þess sem áhöfn þyrlu var kölluð út.

Kl.11:02 var fyrsti bátur mættur á staðinn til aðstoðar.  Ákveðið var að taka alla farþega frá borði áður en reynt yrði að draga bátinn aftur á flot.  Kl.11:17 var búið að ferja alla farþega frá borði og um 10 mín síðar losnaði báturinn af strandstað.

Allir farþegarnir fóru í fjöldahjálparstöð þar sem fólk frá RKÍ tók á mótin þeim.

Björgunarbátar Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru virkjaðir og tryggðu öryggi á slysstað.

Viðbragðáætlunin sem unnið var eftir reyndist mjög vel en stór æfing var haldin á Húsavík í vor þar sem áætlunin var æfð.

Til baka

Skúlagata 21 | 101 Reykjavík | S:444 2500 | Fax: 562 2665 |
Netfang:almannavarnir[hja]rls.is