Fréttir   
16.6.2012

Prófun á viðvörunarkerfi almannavarna
Í dag 16. júní kl.13:00 verður prófað viðvörunarkerfi almannavarna sem sendir SMS neyðarskilaboð í farsíma. Þá verða send út SMS í alla farsíma á þjónustusvæði símafyrirtækjanna í og við Skorradal. Búast má við að boðin fari nokkuð víðar þar sem sendar á svæðinu við Skorradal ná inn á önnur svæði. Þeir sem fá boð í síma sína eiga ekki að grípa til neinna aðgerða og ekki svara SMS sendingunni. Verið er að prófa boðunarkerfi vegna viðbragðsáætlunar um gróðurelda í Skorradal.
Til baka

Skúlagata 21 | 101 Reykjavík | S:444 2500 | Fax: 562 2665 |
Netfang:almannavarnir[hja]rls.is