ESB   

Ísland tekur þátt í samstarfi  Evrópusambandsins og EFTA um almannavarnir. Ísland, Noregur og Liechtenstein eru með sérstakan samning sem tengist starfsemi og verkefnum Evrópusambandsins í almannavörnum. Eitt þessara Evrópusambandsverkefna er “The Community Mechanism for Civil Protection” sem miðar að því að samhæfa aðgerðir, auðvelda samstarf og sinna aðstoðarbeiðnum aðildarlandanna í almannavörnum þegar hamafarir dynja yfir, með gagnkvæmri aðstoð aðildarríkjanna og þriðja ríkis (utan ESB).

Aðildarríkin leggja til úrræði sem hægt er að nýta í hættuástandi og hamförum. Neyðarvakt er allan sólarhringinn í neyðarsamhæfingarstöð sambandsins ERC (Emergency Response Centre) sem staðsett er í Brussel. Ríki, sem þarfnast aðstoðar vegna hamfara hvort sem er innan bandalagsins eða utan, geta sent ERC aðstoðarbeiðni. ERC sendir beiðnir á aðildarlöndin sem finna úrræði sem henta. Við samskipti milli ríkja er notað samskiptakerfið CECIS  (Common Emergency Communication and Information System) sem tryggir beina upplýsingagjöf milli ERC og þátttöku ríkja.

Evrópusambandið leggur mikið upp úr því að styrkja getu aðildarríkjanna við að takast á við hættuástand, hvort sem um er að ræða náttúruvá, tæknivá eða önnur váverk t.d. af mannavöldum. Gert hefur verið átak í almannavörnum innan sambandsins með áherslu á samhæfingarþáttinn.

Þá eru haldnar æfingar, vinnubúðir og námskeið á vegum Almannavarna Evrópusambandsins til að auka færni viðbragðsaðila.

Civil Protection Financial Instrument var komið á laggirnar árið 2007 með það að markmiði að styðja þátttökuríki Evrópusambandsins í vörnum og viðbúnaði með fjárframlögum og styrkjum til ýmissa verkefna


Verkefni sem fengu styrki 2013

Verkefni sem fengu styrki 2012
Verkefni sem fengu styrki 2011


Skúlagata 21 | 101 Reykjavík | S:444 2500 | Fax: 562 2665 |
Netfang:almannavarnir[hja]rls.is