Alþjóðasamskipti   

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra er í samstarfi við erlendar stofnarnir sem sinna almannavörnum.  Þessar stofnarir eru hjá Sameinuðu þjóuðunum, Evrópusambandinu, NATO og einnig á Norðurlöndum.

Íslendingar hafa ekki oft þurft að leita eftir erlendri aðstoð vegna náttúruhamfara eða stórslysa.  Ekki er hægt að útiloka tilfelli sem væru svo umfangsmikil eða flókin að hjálp gæti orðið í því að fá aukinn mannafla, búnað eða sérþekkingu á tilteknu sviði erlendis frá.  Þetta gæti gerst t.d.við jarðskjálfta, sem hefði alvarlegar afleiðingar á þéttbýli.  Annað dæmi er rústabjörgun í stórri steinsteyptri byggingu.  Í því samhengi má benda á að það tók um 700 björgunarmenn 16 daga að ná öllum út úr 9 hæða stjórnsýslubyggingu sem var sprengd í loft upp í Oklahomaborg 1995.

 


Skúlagata 21 | 101 Reykjavík | S:444 2500 | Fax: 562 2665 |
Netfang:almannavarnir[hja]rls.is