Skipurit embættisins   

Nýtt skipurit embættis ríkislögreglustjóra var staðfest af dómsmálaráðherra 22. desember 2006 og öðlaðist gildi 1. janúar 2007. Helstu breytingar á skipuriti frá árinu 2003 eru að í stað fimm löggæslusviða verða þrjár meginstoðir, löggæslu- og öryggisstoð, stjórnsýslustoð og rekstrarstoð.


Almannavarnadeildin fellur undir löggæslu- og öryggisstoð ásamt alþjóðadeild, fjarskiptamiðstöð, sérsveit, alþjóðadeild og greiningardeild.

Með breytingum á skipuriti embættisins er ætlunin að auka skilvirkni og hagkvæmni í rekstri. Rík áhersla verður lögð á öryggismál vegna breyttra ytri aðstæðna, ásamt greiningu á alvarlegum og aðsteðjandi hættum. Hlutverk embættisins við stjórnun lögreglu í landinu hefur verið aukin og markmiðið er að það komi í ríkara mæli að stefnumótun, samræmingu og framkvæmd löggæslu. Ríkislögreglustjóri er Haraldur Johannessen og fer hann með daglega yfirumsjón lögreglu og almannavarna í landinu.

Skipurit RLS


Skúlagata 21 | 101 Reykjavík | S:444 2500 | Fax: 562 2665 |
Netfang:almannavarnir[hja]rls.is