Almannavarnadeild RLS   

Samkvæmt 5. grein laga um almannavarnir nr. 82/2008 annast ríkislögreglustjóri starfsemi almannavarna í umboði innanríkisráðherra áður dómsmálaráðherra. Með lögum nr. 44/2003 voru almannavarnir  fluttar frá Almannavörnum ríkisins til embættis ríkislögreglustjóra, til að annast heildarskipulagningu almannavarna og framkvæmdir á þeim þáttum sem falla undir ríkisvaldið. Einnig er ábyrgð ríkislögreglustjóra vegna almannavarna skilgreind í 5. grein lögreglulaganna nr. 90/1996 þar sem kveðið er á að ríkislögreglustjóri annist málefni almannavarna í umboði innanríkisráðherra (áður dómsmálaráðherra).

Verkefni ríkislögreglustjóra vegna almannavarna fela m.a. í sér víðtækt samstarf við stofnanir þjóðfélagsins varðandi neyðarskipulagið með það að markmiði að tryggja öryggi almennings og vinna að gerð og endurskoðun viðbragðsáætlana.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjórans samhæfir almannavarnaáætlanir sveitarfélaga og stofnana og hefur eftirlit með endurskoðun og viðhaldi þeirra.
Stjórn aðgerða í héraði þegar almannavarnaástand ríkir er í höndum lögreglustjóra í viðkomandi lögregluumdæmi.
Almannavarnanefnd skal skipuð sýslumanni þess umdæmis, sem sveitarfélagið er í, fulltrúum úr sveitarstjórn og þeim fulltrúum sveitarstjórna, sem í starfi sínu sinna verkefnum í þágu hins almenna borgara. Á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum sitja lögreglustjórar viðkomandi umdæma í almannavarnanefndum, en ekki sýslumenn.

Almannavarnanefndir eru skipaðar af sveitarstjórn og felst hlutverk þeirra í stefnumótun og skipulagningu starfs að almannavörnum í héraði.Skúlagata 21 | 101 Reykjavík | S:444 2500 | Fax: 562 2665 |
Netfang:almannavarnir[hja]rls.is