Hópslys - Eskifjörður 2011   

Skýrsla - Hópslysaæfing í umdæmi lögreglustjórans á Eskifirði.  Undirbúningur, framkvæmd, rýni og niðurstöður.

Þann 17. september 2011 var haldinn hópslysaæfing í umdæmi lögreglustjórans á Eskifirði.  Slysavettvangur var við mynni Fáskrúðsfjarðargangna að norðanverðu.  Söfnunarsvæði slasaðra var á vettvangi og fjöldahjálparstöð var opnuð í Grunnskólanum á Reyðarfirði. Ráðgjafar voru fengnir frá Reykjavík, Akureyri og Seyðisfirði til að vera verkþáttastjórum og aðgerðastjórn  innan handar, ásamt því að rýna störf þeirra. 

Æfingin leiddi í ljós að viðbragðsaðilar á Austfjörðum eru vel þjálfaðir og kunna vel til verka. Aðgerðastjórn umdæmisins er samhæfð og vinnur vel undir álagi.  Það kom fram að helst þarf að bæta boðun heilbrigðisstarfsfólks og boðun vegna fjöldahjálpar.  Eins var samráðshópur áfallahjálpar ekki boðaður til æfingarinnar.   Hvað tækjabúnað varðar þá þarf að tryggja aðgengi aðgerðastjórnar að sitewatch og bæta þarf merkingar verkþáttastjóra á vettvangi.   Árlega þarf að bjóða upp á fræðslu í TETRA og fjarskiptaskipulagi, bráðaflokkun, áverkamati og uppsetningu á söfnunarsvæði slasaðra.

Þátttakendur í æfingunni voru samtals 136.


Skúlagata 21 | 101 Reykjavík | S:444 2500 | Fax: 562 2665 |
Netfang:almannavarnir[hja]rls.is