GRÍMSVÖTN   

Um 70 eldgos hafa orðið í eldstöðvakerfi Grímsvatna á sögulegum tíma. Síðustu gos þar sem náðu uppúr jökli urðu árin 2004, 1998, 1996, 1983, 1938 og 1934. Flest gos í Grímsvötnum sem þekkt eru á síðari tímum hafa orðið í Grímsvatnalægðinni. Það á við um öll gosin sem talin eru hér að framan, nema gosið sem varð árið 1996 og kennt er við Gjálp.

Gos í Grímsvatnalægðinni eru flest stutt, standa í nokkra daga og þeim fylgja minnnháttar jökulhlaup. Dæmi um hlaup af þessu tagi er hlaupið sem tengdist eldgosinu árið 2004. Það olli ekki neinum teljanlegum skemmdum á vegakerfi eða öðrum mannvirkjum. Lítilsháttar truflun varð á umferð en hún var takmörkuð yfir nóttina af öryggiástæðum.

Gjálpargosið varð á sprungu nokkuð norðan Grímsvatna, því fylgdi jökullhlaup undan Skeiðarárjökli en talið er að rennslið í því hlaupi hafi numið 45.000 rúmmetrum á sekúndu. Í hlaupinu tók af vegi og brýr á Skeiðarársandi auk þess sem hlaupið sópaði burtu raflínum og símalínum á löngum köflum.

Yfirleitt fylgir frekar lítið öskufall gosum í Grímsvatnakerfinu og sjaldnast nær nokkur aska að ráði útfyrir jaðra Vatnajökuls.
Virkni Grímsvatnakerfisins virðist vera lotubundin þar sem hrina eldgosa stendur í eina til eina og hálfa öld en síðan kemur nokkurra áratuga hlé á milli með færri gosum. Svo virðist sem slíku óróatímabili hafi lokið um 1940 en nú sé nýtt að hefjast.

Upplýsingar um Grímsvötn 
Tjónstilkynningar til Viðlagatryggingar Íslands

 


Skúlagata 21 | 101 Reykjavík | S:444 2500 | Fax: 562 2665 |
Netfang:almannavarnir[hja]rls.is