Leiðbeiningar um akstur í ösku   

Gosaska er samsett úr fíngerðum ögnum (innan við 2 mm í þvermál). Um þessar mundir berst mikil aska frá eldgosi í Eyjafjallajökli. Askan er samsett úr ögnum af ýmsum stærðum. Um fjórðungur af ögnunum eru það smáar (< 10 míkron sem veldur því að askan getur smogið um allt, núið og rispað og á það sérstaklega við hreyfanlega hluti bifreiða / tækja

Öskuagnir  stífla mjög fljótt lofthreinsikerfi, sem getur leitt til yfirhitunar og vélarbilunar. 
Mjög lítið magn af gosösku sem smogið hefur inn á vélar getur valdið auka vélarsliti og þar með tjóni á þeim.  Jafnvel geta skipti- og drifbúnaður bifreiða orðið fyrir skemmdum af völdum öskunnar, ef hún nær að   smjúga þar inn.
Þéttingar í vökvakerfum (hydraulic components) slitna upp mikið fyrr en venjulega,  bremsur og bremsukerfið er sérstaklega viðkvæmt fyrir rispum og stíflum vegna öskunnar.  Flutningabifreiðar, og reyndar allar bifreiðar, sem aka þurfa um öskufallin svæði verða fyrir miklum ágangi, níðslu og álagi á bremsukerfið og þurfa því sérstakrar aðgæslu við og umhirðu.
Aska, sem smogið hefur milli þurrkublaða og framrúðu, rispar og skemmir varanlega glerið, og að auki rispast hliðarrúður hvert sinn, sem þær eru hreyfðar upp eða niður, eða af þeim þurrkað. Tæring lakks og ytribúnaðar bifreiða getur einnig átt sér stað, ef aska liggur á þeim.

Sérstakt viðhald.
Skynsamlegar ráðstafanir til að minnka áhrif og skemmdir af öskunni á vél og allan annan hreyfanlegan búnað bifreiðanna er að skipta oft um olíur,olíusíur,  hreinsa eða skipta um loftsíur, blása með þrýstilofti (<30 lbs/m2) ösku af rafbúnaði og öðrum megin vélbúnaði (td. Alternator  (rafall), startara, þurrku-mótor, kæliviftu), auk þessa að þvo bifreiðarnar oft með vatni og fjarlægja þannig  öskuna.  Gæta þarf þess að askan stífli ekki niðurföll eða aðrar frárennslis leiðir t.d. í hurðum og fleiri stöðum.
Meðfylgjandi eru nokkrar varúðarráðstafanir fyrir bifreiðar, sem ekið er  á öskufallssvæðum. Þessar leiðbeiningar eru byggðar á þeirri reynslu sem fékkst þegar eldfjallið St. Helena gaus þann 18, maí 1980. Bifreiðaeigendur og bifreiðastjórar voru þá hvattir til að verða sér úti um viðhaldsreglur og bæklinga  varðandi akstur og viðhald bifreiða í ryk- og öskuumhverfi.  Sem dæmi má nefna að General Motors Corporation gáfu út almenna þjónustutilkynningu til ökumanna á öskufallssvæðum  St, Helenu.

Ábending til að minnka skemmdir á bifreiðum af völdum ösku.

Akstur:
• Forðist akstur í ösku og við öskufall eins og frekast er unnt.
• Ef akstur er nauðsynlegur þrátt fyrir ösku, akið þá ekki hraðar en á 55 km á klst. eða hægar.  Akið ekki of nálægt  undanfarandi farartæki, hafið ökuljós stillt á lága geislann
• 
Olíu- og síu(filter)skipti.

• Skiptið oft um olíu og olíusíu.  Við mjög þétt öskufall skiptið þá um olíu á 800 – 1600 km fresti.  Smyrjið alla hreyfanlega undirvagnshluti við hver olíuskipti.
• Skiptið um eða hreinsið loftsíur með því að blása rykið út úr  pappírssíunum með þrýstilofti (30 libs/á fertommu).  Athugið að blása að innan frá (hreinu hliðinni) þannig að loftþrýstingurinn fari út á óhreinu hliðinni. 
• Sláið ekki síunum neins staðar við. Hreinsið aðeins með lofti. Ef þið eruð í vafa- fáið þá viðurkenndan þjónustuaðila til að framkvæma verkið. Gætið að hvort síurnar eru beyglaðar  eða pappírinn í þeim tættur eða götóttur.
Hreinsið innra  yfirborð síuhússins með rökum klút áður er lokað er og fest. Þar sem það á við herðið síuhúsið þéttingsfast með höndunum og svo um það bil heilan snúning með viðeigandi verkfæri.  Herðið ekki meira en einn heilan snúning með verkfærinu (oftast sérstök síu-töng, eða - klemma), svo að ekki valdi skemmdum.
•  Hægt er að koma fyrir sérstökum síum  (commercial truck filters) til að auka hreinsigetuna.  Þetta mundi vera til mikils öryggis og hægðarauka fyrir þá sem þurfa að aka mikið við erfiðustu skilyrði.
• Viðurkenndir tæknimenn kunna að setja aðvörunarmæla í bifreiðina, er sýna hvenær skipta skal um olíusíu  til þess að koma í veg fyrir of tíð og óþörf
• olíusíuskipti.
• SETJIÐ EKKI tengislöngu frá blöndungsloftinntakinu til að hreinsa (filtera) loftið inn í bílinn. Með því dregst ryk og aska inn í bílinn.
• Alls ekki skal setja tusku eða annað efni fyrir loftinntak blöndungsins til lofthreinsunar, slíkt gæti valdið alvarlegum skemmdum á vélinni og/eða stjórnleysi á  farartækinu.
Loftinntök.
• Hyljið loftinntök að farþegarými (venjul. staðsett undir framrúðu og líka undir vélahlíf bifreiðarinnar) með þykku en lausofnu  filtefni til að hreinsa loftið ef bifreiðin er ekki búin inntakssíu( oft nefnd frjókornasía). Ef bifreiðin er ekki búin frjókornasíu skal vera slökkt á  loftræstingu („air conditioner“) og hitablásara.   Ef bifreiðin er búin frjókornasíu hafið þá miðstöðvarblásarann á fullu (high).  Miðstöðvarblásarinn mun auka lítillega loftþrýstinginn inni í farþegarýminu og hindra með því að ryk smjúgi inn með hurðum eða  inn um önnur göt eða op.

Hreinsun.

• Látið viðeigandi þjónustuverkstæði hreinsa bremsukerfið á 80 – 160 km. fresti, við mjög erfið akstursskilyrði,  eða á 300 – 800 km. fresti við  erfiðar rykaðstæður.  Bremsukerfið skal hreinsað með þrýstilofti.
• Látið viðeigandi þjónustuverkstæði hreinsa vafninga rafals (alternator) með þrýstilofti  eftir mikla ryksöfnun eftir 900 – 1600 km. akstur á rykugum vegum.
• Hreinsið bifreiðina daglega ásamt vél, vatnskassa og aðra mikilvæga hluta bifreiðarinnar,- ef nauðsyn krefur með vatni til að skola öskuna burt.
• Þvoið vélarrýmið með garðslöngu eða gufublæstri.  Gangið úr skugga um að loftinntök og rafbúnaður sé tryggilega varinn áður en hafist er handa.

Lakk.
• Ef gosaska fellur á yfirborð farartækja er mikilvægt að hreinsa hana EKKI af með því að strjúka yfir yfirborðið (EKKI TEIKNA Í ÖSKUNA). Ef askan er þurr hreinsast hún af í vindi og síðan er hægt að hreinsa hana endanlega af samkvæmt lýsingu hér að neðan, ef askan nær að blotna er heppilegast að hreinsa hana af með hreinu vatni, og síðar mildu sápuvatni en nauðsynlegt getur verið að þerra yfirborðið varlega eftir á til að fyrirbyggja að dropar með gosefnum festist við yfirborðið og geti „brennt“ það í sólarljósi. 
• Gosaska getur virkað eins slípimassi og þannig rispað yfirborð farartækja verulega auk þess sem í henni eru hugsanlega skaðleg efni.

Athugið .
Eftir að ekið hefur verið í mjög  miklu gosryki, takmarkast nokkuð eða styttist  „líftími“ tækjabúnaðar bifreiðarinnar, sem lýst er hér að framan, en mögulega mun búnaðurinn ekki verða fyrir óbætanlegum skemmdum.  Búast má við að skemmdir og bilanir, sem rekja má til öskufalls, geti komið fram  innan mánaðar frá að bifreiðin  var útsett fyrir umræddri mengun.

Leiðbeiningarnar eru birtar með leyfi Bílgreinasambandsins (BGS).

 


Skúlagata 21 | 101 Reykjavík | S:444 2500 | Fax: 562 2665 |
Netfang:almannavarnir[hja]rls.is