Flóðbylgjur   

Flóðbylgjur (tsunami) eru mjög sjaldgæfar hér við land en þær geta valdið miklu tjóni. Bylgjur geta myndast í kjölfar jarðskjálfta, jökulhlaupa og eldgosa og magnast oft upp þegar þær koma á land. Hrun í landgrunninu eða hrun í sjó fram geta orsakað flóðbylgjur. Flóðbylgjur hafa valdið skaða, þegar snjóflóð hafa fallið í sjó fram í þröngum fjörðum á Vestfjörðum og Austfjörðum.  

Almennt er talað um tsunami þegar vísað er til ofangreindra flóðbylgna, en það þýðir hafnarbylgja/flóðbylgja á japönsku. Erfitt getur verið að segja til um hvort flóðbylgja myndist í kjölfar jarðskjálfta og því mikilvægt að vakta strendur landsins í kjölfar jarðskjálfta og hruns.

 


Skúlagata 21 | 101 Reykjavík | S:444 2500 | Fax: 562 2665 |
Netfang:almannavarnir[hja]rls.is