Heilbrigðismál   

Hér er að finna upplýsingar er varða heilbrigðisstarfsmenn og þeirra verkefni  í  stórslysum eða hamförum.  
Almannavarnadeildin  sinnir ýmsum verkefnum í samvinnu við heilbrigðisstarfsmenn.   Hluti áhafnar  Samhæfingarstöðvar er mönnuð  heilbrigðisstarfsmönnum og ber almannavarnadeildin ábyrgð á þjálfun þeirra.   Einnig ber almannavarnadeildin ábyrgð á þjálfun og gerð fræðsluefnis vegna stórslysa af ýmsum toga og  eru heilbrigðisstarfsmenn í hópi viðbragðsaðila. 
Fræðsluefni er varðar verkefni heilbrigðisstarfsmenn er  vistað hér í sérstakri möppu.  Öllum er velkomið að nota þetta efni svo fremi sem höfunda  sé getið.
Gerð viðbragðsáætlana er varða heilbrigðisgeirann eru hluti af verkefnum almannavarnadeildar og nú er lokið við gerð Landsáætlunar vegna inflúensufaraldurs.  Eins má nefna að sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir vinna sínar viðbragðsáætlanir í samvinnu við almannavarnadeildina. 

 

 


Skúlagata 21 | 101 Reykjavík | S:444 2500 | Fax: 562 2665 |
Netfang:almannavarnir[hja]rls.is