Forvarnir og viðbrögð   

Mótvægisaðgerðir og varnir eru mikilvægir þættir þegar takast þarf á við hættu.

Náttúruhamfarir verða yfirleitt án nokkurrar viðvörunar.  Til að bregðast sem best við þeim skaða sem náttúruhamfarir geta orsakað þurfa allir fyrirfram að undirbúa viðbrögð sín vegna þeirra.  Í hamförum hefur reynslan sýnt að eitt það fyrsta sem fólk hefur áhyggjur af er öryggi þeirra nánustu.  Því er mikilvægt að á hverju heimili sé til heimilisáætlun.

Almannavarnir bregðast strax við neyðarástandi en hafa skal í huga að ef margir slasast eða verða heimilislausir getur orðið bið á því að öllum berist hjálp.  Því þarf fólk að vera undir það búið að bjarga sér sjálft, þar til hjálpin berst. 

Við gerð heimilisáætlunar þá ræðir heimilisfólk saman um hugsanlegar hættur, tryggingamál, framkvæmir forvarnir, semur viðbragðs- og rýmingaráætlun og lærir að bregðast við vá.  Gefið ykkur því tíma til þess að athuga hvernig þið getið undirbúið ykkur og heimili ykkar til að takast á við áföll.  Ræðið og æfið áætlunina með reglubundnu millibili. Látið börnin taka fullan þátt, öryggis þeirra vegna.

Gera heimilisáætlun.


 


Skúlagata 21 | 101 Reykjavík | S:444 2500 | Fax: 562 2665 |
Netfang:almannavarnir[hja]rls.is