Náttúruvá   

Íslendingar hafa oft þurft að takast á við óblíð náttúruöflin og hættulegar afleiðingar þeirra. Eldgos með tilheyrandi hraunrennsli, öskufalli og jafnvel jökulhlaupi, aurskriður, sjávarflóð og snjóflóð, jarðskjálftar, óveður og kuldi hafa bæði valdið manntjóni og fjárhagsskaða. Búast má við að boðun hlýnun jarðar geti  valdið breytingum á veðurfari með ófyrirséðum afleiðingum.

Samspil mannsins og náttúruaflanna getur valdið verulegri truflun á innviðum samfélagsins, leitt til slysa, eyðilegginga og jafnvel dauða. Markmiðið með mótvægisaðgerðum og fræðslu um viðbrögð við náttúruvá er að koma í veg fyrir eftir því sem unnt er að almenningur verði fyrir tjóni ásamt því að draga úr afleiðingum áfalla sem náttúruöflin geta valdið.


Skúlagata 21 | 101 Reykjavík | S:444 2500 | Fax: 562 2665 |
Netfang:almannavarnir[hja]rls.is